top of page
VMzZ97eGgde7r4ZJMp3_BpxvS_Gg0re-t5pGOe-C
Guðmundur - hver var hann?

 

Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963) var á sinni tíð einn af mest áberandi myndlistarmönnum landsins. Kom það til vegna þess að hann fékkst við margar myndlistargreinar, var einkar afkastamikill, hélt margar sýningar heima og heiman, á mörg verk á opinberum stöðum og var mikilvirkur í félagsmálum myndlistarmanna og einnig í víðtækri og oft óvæginni umræðu um menningu og listir. Viðhorf byggðust meðal annars á klassíkri myndlist, rómantík, virðingu fyrir þjóðlegum gildum, áhuga á framandi þjóðum, andlegum hefðum og hlutbundnum verkum en ekki afstrakt list enda þótt hann hneigðist nokkuð langt í þá átt á efri árum. Viðhorfin voru umdeild og málafylgni Guðmundar og um margt öflug en fáguð framkoma vöktu verulega athygli, einkanlega eftir að módernisminn vann á hérlendis upp úr síðaðri heimsstyrjöldinni. 

Guðmundur var menntaður í myndlist hér heima (1911-13 hjá Stefáni Eiríkssyni og 1916 hjá Ríkarði Jónssyni og Þórarni B. Þorlákssyni), í Kaupmannahöfn (1919-20) og loks í München (1920-25).

Guðmundur var umdeildur meðan hans naut við. Um skeið var hans sjaldan minnst á fræðilegum vettvangi en undanfarinn ár hefur áhugi á verkum hans, fjölhæfni og afstöðu vaxið. Eftir Guðmund liggja þúsundir verka; olíumálverk, skúlptúrar, glerlistarverk, vatnslitamyndir, grafík og keramik (í þeim greinum var hann brautryðjandi), teikningar, húsgögn sem hann hannaði, ásamt skartgripum, kopar- og silfurmunum, görðum, stökum húsum og veggskreytingum. Enn fremur liggja eftir hann bækur, ljósmyndir og kvikmyndir. Guðmundur var einn frumherja fjallamennsku á Íslandi, landkönnuður, ötull náttúruverndarmaður, skógræktarmaður, ferðalangur og ferðafrömuður, auk þess að vera meðal slyngari veiðimanna landsins.

 

Mikið er til að rituðu efni eftir hann og um hann, m.a. eftir allmarga listfræðinga, sýningarskrár og þrjár nýlegar bækur sem snerta ýmist ævi hans eða hluta verkanna en hvergi til heildstætt yfirlit um ævistarfið og ferilinn. Mikið er geymt í Landsbókasafni-Háskólabókasafni af umsögnum, úrklippum og öðru efni sem Guðmund varðar, ljósmyndasfanið er í Þjóðminjasafni og kvikmyndirnar hjá Kvikmyndasafninu. Ævisagan Guðmundur frá Miðdal eftir Illuga Jökulsson (Ormstunga, 1997) er löngu uppseld, eins og æviminningar Lydiu Pálsdóttur Zeitner-Sternberg, seinni eiginkonu hans (Lífsganga Lydiu eftir Helgu Guðrúnu Johnsen, Vaka-Helgafell 1992). Um Guðmund má finna upplýsingar á sérstakri vefsíðu Sambands íslenskra myndlistarmanna (sjá um tengla). 

551.jpg
Fjölskylduhagir

Guðmundur Einarsson frá Miðdal var tvígiftur. Hann kom með fyrirsætuna og bóheminn Therese Zeitner til Íslands 1926 og giftist henni. Hún var sjö árum eldri en hann fædd 1888. Þremur árum síðar fengu þau hjónin dóttur Theresu hingað til lands. Hún var þá nýbúinn að ljúka námi í leirmunagerð. Þetta var Lydia sem Therese (eða Theresía eins og hún kallaðist hér) hafi eignast með efnafræðingnum Paul Sternberg í München árið 1911, án þess að taka saman við hann eða giftast honum. Árið 1932 eignaðist Guðmundur fyrsta barnið með Lydiu, Einar Steinólf, fáeinum vikum eftir að hann eignaðist Guðmund (Erró) með Soffíu Kristinsdóttur. Erró ólst ekki upp hjá Guðmundi heldur með móður sinni sem fluttist til Kirkjubæjarklausturs og giftist þar. 

Guðmundur og Therese skildu að lokum en hún bjó meira eða minna með Guðmundi, Lydiu og ömmubörnunum til dauðadags. Guðmundur og Lydia giftust síðar og áttu fleiri börn: Yngva Örn, Auði Valdísi, Ara Trausta og Egil Má.

Lydia var stór gerandi í lífi Guðmundar sem ötul og fær leirkerasmíðameistari Listvinahússins, veiðimaður, ferðafélagi, fjalla- og jöklafari og við heimilishald á stóru og umsvifamiklu heimili en naut þar líka Theresu móður sinnar.

Ævisaga Lydiu (Lífsganga Lydiu) kom út 1992.

LJc3k1jBuLovKuhgAAQtTRSEfgBrwYum86Unv1Dr
Who was Guðmundur Einarsson?

Guðmundur Einarsson (1895-1963) was one of the well-known and prolific artists of his time for many reasons. He was very productive, worked within many realms of art, held many private exhibitions in Iceland and also a number of them abroad as well as participating in collective exhibitions. Many of his works are displayed in public. In addition, he was active within the associations of artists, in cultural debates and internal struggles within the group of artists. 

His views were often related to the classics, romanticism, national pride, a keen interest in indigenous people, spiritualism, figurative arts and tradition. They were somewhat controversial and his highly outspoken and somewhat charismatic manner put him into public light, especially after modernism gained ground in Iceland, after WWII.

 

Guðmundur studied art in Iceland 1911-13 and 1916, in Copenhagen 1919-20 and in Munich, Germany in 1920-25. His fields of study and performance include graphics, oil painting, sculptures and ceramics. He was a pioneer of etchings and ceramics in Iceland. Much of his work was done within these main fields but gradually he started to paint aquarelles, some tending towards abstract art, to design jewelry and objects of copper and silver, furniture and private houses or huts as well as make stained glass windows, iron structures, garden landscapes and relief ornaments for public buildings. He wrote four books, was a skilled photographer and made a number of 16-mm documentary films. In addition, Guðmundur pioneered alpinism in Iceland, traveled widely and promoted exploring, nature conservation, hiking and various outdoor activities. Simultaneously, he was an ardent angler and bird hunter.

 

His own writings, books on his life and his second wife (Lydia Pálsdóttir Zeitner-Sternberg), newspaper clippings, letters, catalogues etc. are almost exclusively in Icelandic and found e.g. in the National Library - University Library in Reykjavík.

 

Guðmundur Einarsson married twice. He brought his wife-to-be to Iceland in 1926, the model and Bohemian Therese Zeitner, seven years senior to him. She then already had a daughter with chemist Paul Sternberg in Munich, Lydia, born in 1911. Therese and Gudmundur later divorced but she lived with the family in Iceland until her death. Lydia arrived in Iceland in 1929 to work in the ceramic firm Listvinahúsið. Guðmundur and Lydia had their son Einar in 1932, only a few weeks after the birth of Guðmundur jr. (artist name Erró). His mother was Soffía Kristinsdóttir who moved with her son to Kirkjubæjarklaustur and got married there. Subsequently, Lydia and Guðmundur Einarsson married and had more children; the sons Yngvi, Ari Trausti and Egill and the daughter Auður.

Lydia was an important figure in Guðmundur´s life, as an accomplished ceramist, angler, fellow traveller and mountaineer as well as keeping a busy and large home in the best of shapes, along with her mother.

Lydia´s biography was published in 1992.

TfLwowSGbWtimkxfnQPZ11HS_HK3gw5Jp5UpkOby
Untitled-13.jpg
bottom of page