Um vefsíðuna
Vefsíðunni er ætlað að veita ýmsar upplýsingar um fjöllistamanninn Guðmund Einarsson frá Miðdal (1895-1963) og aðgang að myndefni og texta sem varpa ljósi á ævistörf hans og margvísleg verk. Hann fæddist í Miðdal í Mosfellsveit
(-bæ nú til dags) og bjó í sumarbústaðnum Lynghól yfir sumarið en í Reykjavík á veturna.
Vefsíðan var unnin á árunum 2013 til 2015 og opnuð almenningi í sumarbyrjun 2015. Hún verður áfram í vinnslu og þá í samræmi við þann tilgang að opna auðvelt aðgengi að upplýsingum um listamanninn og verk hans. Hún mun taka breytingum hægt og sígandi á komandi árum.
Fjölskylda listamannsins hefur staðið að baki gerð síðunnar með fulltingi tveggja styrktaraðila: Fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar og Mennta- og menningarmálaráðuneytsins. Án þeirra hefði hún ekki orðið til og eiga báðar stofnanirnar miklar þakkir skyldar.
Megintextahöfundur er Ari Trausti Guðmundsson. Ljósmyndarar eru þeir Ólafur Þórisson, Ragnar Th. Sigurðsson og Jóhann Ágúst Hansen en meðal ráðgjafa Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Mikið af myndum af málverkum eru sérteknar fyrir vefinn en margar aðrar myndir, t.d af leirmunum, eru úr myndasöfnum til margra ára, margar af prýðis gæðum. Töluvert af ljósmyndum eru augljóslega gamlar myndir og jafnvel ekki í góðu lagi hvað varðar skerpu og annað. Að einhverju leyti verður unnt að bæta úr því en á móti kemur að ekki er vitað um hvar sum verkanna eru niðurkomin og gamlar myndir úr lífi Guðmundar eru heimildir eins og þær eru á sig komnar. Helstu söfn sem geyma verk Guðmundar eru Listasafn Íslands (málverk, skúlptúrar og grafík), Hönnunarsafn Íslands (leirmunir), Þjóðminjasafnið (leirmunir og ljósmyndir) og Kvikmyndasafn Íslands (kvikmyndir).
Frekari upplýsingar má fá hjá:
Ari Trausti Guðmundsson- aritg@simnet.is
The webpage
This webpage is intended to shed light on the life and works of the multi-talented Icelandic artist Guðmundur Einarsson (1895-1963) who was often referred to as Guðmundur frá (from) Miðdal; being born and raised at the farm Miðdalur in the municipality of Mosfellsbær, close to Reykjavík. He lived in the capital and at his summer residence in Mosfellsbær.
The webpage is initiated and made by Guðmundur Einarsson´s family with financial support from the municipality of Mosfellsbær, the artist´s place of birth, and from the Ministry of Culture and Education. The photo material is collected from stock material, even very old collections, and thus of various quality. However, most of the photos of oil paintings and aquarelles are brand new and generally of good quality. The ceramic collection photos are mostly good.
The photo collection only shows a small part of Guðmundur´s works; far from being some sort of a general catalogue. Books, TV-programs and a large amount of papers and reference material is in Icelandic, much of it kept in the National Library. The photos Guðmundur made are in the National Museum (photo division) and his films a stored in the National Film Library. The National Gallery of Iceland has a limited collection of his works except for an extensive collection of etchings. The Museum of Design and Applied Art has solid collection of ceramics from Listvinahúsið.
For more information contact Ari Trausti Guðmundsson- aritg@simnet.is