top of page

Vatnslitamyndir - Aquarelles

Ekki er vitað hvað vakti áhuga Guðmundar Einarssonar á vatnslitatækninni. Hann hófst handa við að prófa sig áfram upp úr 1950. Frá 1952 og fram til andláts 1963 málaði hann margfalt fleiri vatnslitamyndir en olíumyndir. Hann náði góðum tökum á vatnslitunum; málaði bæði vel þekjandi og lauflétt/fljótandi og allt upp í 100 cm breiðar myndir. Guðmundur málaði flestar myndirnar inni við, í sumarbústaðnum Lynghól, á sumrin. Flest myndefnin eru úr náttúrunni, jafnt alls konar landslag sem vötn og gróður, þar með talið mikið af litaglöðum haustmyndum. Með vatnslitamyndunum opnast nýr kafli í myndlist Guðmundar og hann málar frjálsar og óhefbundnar en áður, stundum á jaðri impressíonisma eða jafnvel afstrakts sem hann hafði gagnrýnt.

Meirihluti vantslitamynda Guðmundar eru hreinar hugsmíðar, án raunverulegra fyrirmynda meðan þær eru málaðar. Kemur þar ákaft fram hvöt hans til að túlka og setja fram upplifun sína af landinu enn sterkar en í olíumálverkunum, oft impressíonískt og jafnvel allt að því expressionískt. Auk þessara íslensku mótífa notaði Guðmundur myndefni frá Austur-Grænlandi og Samalandi, og málaði meðal annars seríu mynda af Sömum norðarlega í Finnlandi. Hann gerði líka töluvert af mannlífsmyndum frá horfinni öld, iðulega með því að vatnslita tússteikningar.


 

We don´t know what spurred Guðmundur Einarsson into aquarelle painting. He started to develop his technique around 1950 and in 1952 he dived into this realm, so new to him. His paintings are varied; some with not so transparent colours but others quite different, where he utilizes thin coating, very wet paper and instant mixing of colours.

Guðmundur painted during the bright Arctic summer in his summer residence. Many motifs stem from nature but are, all the same, invented scenes without any ties to identified places, very often made with varied, strong or subtle colours. The aquarelles stress the artist´s need to interpret and express his strong feelings towards nature. In addition to these Icelandic motifs, Guðmundur painted aquarelles from Eastern Greenland and Sami Finland, including series of portraits. Some of his paintings are coloured ink drawings and commonly show past times in rural areas or the seaside in Iceland. The aquarelles open a new chapter in Guðmundur´s productive carrer and his painting becomes freeer and impressionistic and often borders to the abstract, and a few even bordering to expressionistic interpretations that he had criticised.

Comentários


bottom of page