top of page

Olíumálverk - Oil paintings

Olíumálverk Guðmundar Einarssonar eru mörg hundruð talsins. Þau elstu eru frá því snemma námsárunum, 1921-23, en þau yngstu frá dánarárinu, 1963. Mörg myndefni (mótíf) eru innlend en einnig töluvert um olíumyndir frá Mið- og Suður-Evrópu (einkum Tíról), Austur-Grænlandi og finnska hluta Samalands. Innlendu myndefnin eru mest af fernum toga:

  • Náttúrumyndir af þekktum stöðum, oft úr öræfum landsins

  • Náttúrumyndir - einkum landslag eða gróður - sem málarinn býr til, skáldar.

  • Mikið er til af slíkum, óvenjulegum myndum. Oft er talið að þær sýni raunverulega staði. Í þeim nálgast Guðmundur oft impressíonisma.

  • Myndir sem sýna forna búskaparhætti, gamlar byggingar eða sjómennsku

  • Myndir af fuglum og spendýrum

Olíumyndir Guðmundar bera einkenni myndahöggvara, oft með breiðum og meitluðum, þykkum pensilstrokum eða þéttum hliðlægum strokum. Þær eru í mildum en líka iðulega dökkum litum, hrjúfleiki landsins augljós og veðrabrigði algeng. Öræfin eru öflug og leikur náttúruaflanna oft grófur. Hann reyndi gjarnan að túlka landslag og ólífræna náttúru með ýktum formum og mikilli fjarlægð en lífverur aftur á móti fremur kyrrstæðar og skipulega málaðar.

Olíumálverk áranna 1921 - 39 eru mörg stórbrotin og dulúðug og fínlegar máluð en það sem síðar varð til. Tímabilið 1940 - 52 einkenndist af sístækkandi pensilstrokum og einfaldari formum og þá varð til meira af mannlífsmyndum en áður og loks, eftir að Guðmundur hóf að mála með vatnslitum fyrir alvöru 1952, urðu olíumyndirnar litaglaðari og bjartari yfirlitum, en um leið fækkaði þeim mjög.


 

Guðmundur Einarsson´s oil paintings number many hundreds. They span the period from 1921 to 1963. Many motifs are from Iceland but he also painted motifs from Central and Southern Europe (mainly Tirol), Greenland and Sami Finland (Lapland).

The Icelandic motifs broadly fall into four categories:

  • Nature motifs - places that can be recognized, very often in the highlands and other uninhabited parts of the country

  • Nature motifs - often landscapes - that the painter invents. These paintings are rather unusual at the time of creation and the motifs are often mistaken for real places or thought to show a view somewhere in the highlands.

  • The paintingsshow trends toward imperssionism

  • Paintings that portray old ways of life, old buildings or the old ways of fishing

  • Paintings of birds and mammals

Guðmundur´s oil paintings relate to his schooling as a sculptor. They often are composed of broad, thick, almost chiseled brush strokes or he uses dense but thin parallel strokes. The colours are mild but often rather dark as well. The boldness, sheer size and vastness of the landscape shine through and shifting weather as well.

The highlands are powerful and natures play often hard and unforgiving. He tried to interpret nature (not the biosphere) with exaggerated forms, boldness and even distance but living elements seem to be rather static and stiffly painted.

The oil paintings from 1921-39 are full of mystic and grandeur, and somewhat delicately painted in comparison to later periods. The following period, until 1952, is characterized by paintings with broader brush strokes and large, individual colour sections plus that the painter turned more towards painting life situations from bygone days. After starting to paint with watercolours, the oil paintings, now much fewer than before, contain brighter colours.

Commentaires


bottom of page