top of page

Leirmunir - Ceramics


Vasi 1950 35 cm - Vase

Guðmundur Einarsson kannaði leir og jarðefni víða um land fyrir íslensk stjórnvöld 1926-30. Með honum blunduðu hugsjónir um að koma á fót íslenskri leirbrennslu og frekari jarðefnavinnslu. Í leirbrennslunni átti að framleiða listræna muni, bæði styttur margs konar og nytjahluti eða skrautmuni eins og kertastjaka, vasa, öskubakka, krúsir og skálar en jafnframt mataráhöld, blómapotta og vegg- eða gólfflísar.

Draumurinn varð að veruleika að hluta sem listmunagerðin Listvinahús og um árabil töldust leirmunir úr Listvinahúsinu með vinsælustu gjafa- og nytjavöru í landinu. Guðmundur hannaði stytturnar, sem margar hverjar urðu mjög nánar þjóðinni, og margra skrautmuni, en Lydia Pálsdóttir, eiginkona Guðmundar, Baldur Ásgeirsson, Sveinn Einarsson, bróðir Guðmundar, og fleiri komu einnig við sögu hönnunar og framleiðslu, allt að 15 manns í einu, þegar umsvifin voru mest. Lydia var handhafi fyrsta meistarabréfs í leirmunagerð á Íslandi.

Brautryðjendaverk Guðmundar og samstarfsfólksins í Listvinahúsi bera vitnium vönduð vinnubrögð og listrænan metnað en yfirbragðið og myndefnið samsama sig auðvitað tímaskeiðinu sem við á, þ.e. árunum 1927 til 1954. Eftir það kom smám saman fram nýtt yfirbragð á renndu munina, m.a. fyrir tilverknað Einars sonar Guðmundar sem tók við fyrirtækinu 1955, enda þótt sum líkneskin, einkum menn og dýr, hafi verið búin til fram undir 1980. Leirinn sem notaður var í Listvinahúsi fram undir 1970 var blanda af íslenskum leirgerðum (ísaldarleir úr Búðardal og jarðhitaleir af Reykjanesi) en glerungurinn yfirleitt danskur og þýskur. Munirnir þykja mikilvægur hluti íslenskrar listhönnunar og

eru fremur dýrir antík-munir á markaði. Nokkuð er til af þeim í Hönnunarsafni Íslands.

Leirmunir Listvinahússins skiptast í tvo megin framleiðsluflokka. Munir sem unnir voru eftir gifsfyrirmyndum Guðmundar eru kallaðir þrykktir munir. Þá var leirskel handþrykkt inn í opin mót (úr leir/gifsi) af tilteknum grip og mótinu lokað en það síðan tekið utan af holum hlutnum og hann unninn áfram. Litun og brennsla gerir munina ólíka innbyrðis en lögun hverrar myndgerðar er ávallt söm. Um er að ræða líkneski af fólki, fuglum og spendýrum en einnig þjóðlega hluti, ásamt kertastjökum, öskubökkum o.fl. Líklega eru þetta 80 til 100 mismunandi myndgerðir. Munir sem búnir voru til á snúningsskífum eru kallaðir renndir munir. Meðal þeirra er að finna vasa, skálar, krúsir o.fl. og var iðulega beitt útskurði til að skreyta þá. Hönnuðir voru oftar en ekki aðrir en Guðmundur, einkanlega Sveinn og Lydia. Renndir munir verða oftar en ekki ólíkir innbyrðis og myndgerðirnar skipta mörgum þúsundum ef ekki fáeinum tugþúsundum. Mikið hefur glatast af leirmunum Listvinahússins. Guðmundur fékkst líka við að hanna leirmuni sem hann lét skreyta með koparlokum, silfri og íslenskum kvarssteinum.

Listvinahúsið að Skólavörðustíg 43 er enn í rekstri, nú í höndum þriðju kynslóðar og alnafna Guðmundar. Upphaflega byggingin sem hét Listvinahús var á Skólavörðuholti, þar sem nú er viðbygging við Tækniskólann. Þar var fyrirtækið til húsa frá 1927 til 1964.


 

Sjómaður ber lúðu 1939 38 cm - Fisherman carrying a flounder

Guðmundur Einarsson became the pioneer of ceramic production in Iceland in the late 1930´s. He wanted to build up an extensive production, not only in the artistic sense but also a production of various utensils and tiles. He was able to partly realize his visions by founding a ceramic firm that employed up to 15 people. The firm Listvinahús made very popular items, ranging from Guðmundur´s sculptures (up to 45 cm high) to various pottery items, such as vases and bowls.

Lydia Pálsdottir (Guðmundur´s second wife) was the first skilled ceramist to work in the firm and gradually, other schooled ceramists joined and Listvinahús became the study centre for aspiring ceramists. The clay used for production until 1970 was a blend of clay sediments from Ice Ace glacial rivers (mechanically produced clay)

mined in Búðardalur, Western Iceland and geothermal clay (altered bedrock through acid water and steam) mined at Reykjanes, Southwestern Iceland. The glazing materials came from Denmark and Germany.

The items from Listvinahús bear witness to meticulous work, high-grade materials and artistic aims. The ceramics fall into the trend of the period (1927-1954), such as e.g. Art Deco, and many of them have distinct ties to Icelandic nature and history. Subsequently, the style changed as the couple's oldest son, Einar, took the production over and headed for more modernistic styles. The firm is still active, now in the hands of Einar´s son Guðmundur.

The Listvinahús ceramics are now seen as a prominent feature of artistic design in Iceland and highly priced as antiques on the market.

The items fall into two main categories. The ceramics that were designed by Guðmundur Einarsson as clay/gypsum statues (people and animals) and other items (such a candelabras and ashtrays) were copied by using gypsum casts.

The manual colouring and each glazing kiln session render each piece with its individual appearance. The objects number 80 - 100 and in many cases hundreds of copies were made over a period of 3 - 5 decades. The other category consists of items individually made vases, bowls etc. (very often not designed by Guðmundur but the other artists). These items are very varied and were each made in numbers ranging from a single piece to many, totaling many thousand objects.

Guðmundur experimented with the design of combinations of ceramic items, copper and silver ornaments, including Icelandic semi-precious quartz stones.

 

Krúsir og öskubakkar


 

Vasar


 

Styttur


 

Stjakar og fleira


 

Könnur


 

Íslensk dýr


 

Grænlensk dýr


Comments


bottom of page