top of page

Teikningar og krítarmyndir - Various drawings

Guðmundur Einarsson var fær teiknari og lærði hana í fyrstu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera í Reykjavík og Þórarni B. Þorlákssyni. Á námsárunum erlendis teiknaði hann mikið og er nokkuð til af þeim myndum. Seinna leitaði hann fyrir sér með því að teikna mannamyndir, m.a. af félögum sínum til sjós í Þorlákshöfn 1917-18, og eftir það alls konar myndir með koli, rauðkrít, pastellitum og tússi. Hann teiknaði oft vinnuteikningar vegna skúlptúra, leirmuna eða hönnunar hluta og glermálverk o.s. frv. Fjöldi mynda eftir hann eru tússteikningar, litaðar með vatnslitum. Hann teiknaði mikið af myndum og upphafsstöfum kafla í bækur sínar. Á sýningum Guðmundar var þessi verk ekki að finna; ekki fyrr en á yfirlitssýningum að honum látnum (sjá yfirlit: Guðmundur Einarsson - æviágrip). 

Guðmundur Einarsson was an accomplished drawer. Originally he studied only drawing in a private art schools in Reykjavík. He drew a lot during his studies abroad and a number of those pictures have survived. Later he made drawings of people, including his fishing boat team-mates in Þorlákshöfn, Southern Iceland (1918-19), and then continued to draw, using charcoal, red chalk, pastel colours and black ink or sepia ink. Guðmundur made work drawings for sculptures, stained glass windows, design objects etc. as well as many ink drawings, invigorated with aquarelle colours. He illustrated his own books. These works were never exhibited until posthumously.

Comments


bottom of page