top of page

Grafík/koparstungur - The etchings

Af grafískum verkum eldri listamanna á Íslandi má helst nefna dúk- eða tréristur. Guðmundur Einarsson fékkst við hvorugt. Hann lærði að nota stálodd til að rista í kopar- eða blýplötur og teikna með því myndir sem þyrfti svo að prenta á pappír með því að nota prentslit, svartan, bláan eða brúnan, og sérstaka pressu (pressa Guðmundar er til sýnis í Gallerí Fold í Reykjavík). Hann kallaði myndirnar raderingar (komið úr þýsku, Radierungen) og varð frumkvöðull á þessu sviði. Koparstungur Guðmundar skipta mörgum tugum og er stórt safn þeirra til hjá Listasafni Íslands. Flestar eru um 20-30 cm á hvern veg. Myndefnin eru úr náttúru Íslands, þar með talið af Grímsvatnagosinu 1934 og úr gjám Þingvalla, mótíf úr þýskum borgum, svipmyndir úr Reykjavík 1910 - 30 og myndir af fólki, meðal annars nöktum fyrirsætum. Langflest verkanna eru frá árunum 1926 - 36. Reykjavíkurmyndirnar voru gefnar út sem vélprentaðar eftirgerðir, níu saman í möppu, fyrst árið 1956. 

The graphic works made by the oldest generation of Icelandic painters were linoleum or woodcarvings. Guðmundur Einarsson, however, became a pioneer of etching by using a cold needle and plates of pewter or copper plus black, sepia or blue ink paste and a special printing press. His etchings number many dozens and a large collection is found in the National Gallery (not on display, though). The common size is 20-30 cm on each side. The motifs vary: Icelandic nature (including the volcanic eruption of Grímsvötn in 1934), German cities, scenes from Reykjavík 1910 - 30 and pictures of people, including act models. The bulk of the etchings is from 1926 - 36. Nine machine printed etching replicas were published as a collection, originally in 1956.

Comments


bottom of page