Á vefsíðunni er aðeins unnt að sýna brot af æviverkum Guðmundar og enn fremur liggur eftir hann (eða um hann) mikið safn skrifa, blaðagreinar og annars efnis. Hér fer á eftir listi sem kann að vera til gagns þeim sem leitar að frekara efni.
Skjöl Guðmundar og stórt úrklippusafn úr innlendum og erlendum dagblöðum er í Landsbókasafni-Háskólabókasafni.
Guðmundar og Lydíu Pálsdóttur sem tók sumar myndanna er varðveitt hjá Þjóðminjasafni - Ljósmyndasafni Íslands.
Kvikmyndir Guðmundar eru geymdar hjá Kvikmyndasafni Íslands.
Leirverk eftir Guðmund eru í Hönnunarsafni Íslands - stórt úrval verka.
Safnaeign Listasafns Íslands tekur til nokkurra vatnslitamynda, olíumálverka og örfárra. skúlptúra en safnið á mjög gott úrval grafískra verka. Hjá Listasafni Reykjavíkur er til ein olíumynd.
Töluvert af teikningum frá sjómannsárum Guðmundar í Þorlákshöfn er í Bóka- og byggðasafni Ölfuss.
Helstu bækur Guðmundar eru:
Fjallamenn. Bókaútgáfa Guðjóns Ó 1946.
Heklugos 1947 til 1948.
Bak við fjöllin 1956.
Suðurjöklar, Árbók Ferðafélags Íslands 1960.
Um Guðmund er fjallað í nokkrum bókum:
Guðmundur frá Miðdal eftir Illuga Jökulsson. Ormstunga 1997.
Lífsganga Lydiu eftir Helgu Guðrúnu Johnsen. Vaka-Helgafell 1992.
Listvinahús - Guðmundur frá Miðdal. Leirmunir 1930-1956. Arctic bækur 2006.
Um Guðmund er fjallað í sjónvarpsþáttum, tímaritum og blöðum:
Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi, Seylan - sýnd í Sjónvarpinu 1992.
Maður eigi einhamur, Lífsmynd 2001 - sýnd í Sjónvarpinu.
Skrif fræðimanna um GE (sjá vefinn - Um Guðmund).
Innlend blaðaskrif um GE 1920-1945 (eingöngu á söfnum eða netinu), erlend blaðaskrif um GE (eingöngu í úrklippusafni í Þjóðarbókhlöðunni), innlend blaðaskrif um GE 1946-1963 (eingöngu á söfnum eða netinu) og efni úr minngargreinum um GE (eingöngu á söfnum eða netinu).
Comments