Augljóst er að Guðmundur Einarsson sótti til marga og ólíkra aðferða við litstsköpun og fékkst við á anna tug listgreina. Hann má því með sanni kalla fjöllistamann.
Skoðun á ferlinum leiðir í ljós að hann kom að eftirfarandi hönnunar- og listgreinum til viðbótar við málun, höggmyndalist, grafík og leirmunagerð:
Húsgagnahönnun. Eftir Guðmund liggja stólar, bekkur, skápar, borð, kista úr sedrusviði, skreytt smíðajárni og kalsedónsteinum. Tunna með silfurslegnu koparloki og slíkum steinum er meðal þessara hluta. Friðrik Þorsteinsson trésmíðameistari sá alla jafna um trésmíðina.
Húsnæði. Guðmundur teiknað eigin sumarbústað og að minnsta kosti einn fjallaskála, á Fimmvörðuhálsi. Auk þess van hann drög að Háborg menningar á Skólavörðuhæð. Hann vann við stuðlabergsloftið í sal Þjóðleikhússins og hannaði silfurbergshvelfingu í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Stórar lágmyndir eftir hann eru á göflum Landspítalans og byggingar við Pósthússtræti (Café Paris) en aðrar minni inni í Þjóðleikhúsinu og Hótel KEA á Akureyri.
Kirkjumunir. Nokkrir kirkjumunir eru til eftir Guðmund, svo sem skírnarfontar, og altaristöflur (í Fáskrúðsfjarðarkirkju og Brimilsvallarkirkju).
Alþingishátíðin 1930. Guðmundur hannaði póstkort og minnispeninga vegna hátíðarinnar og einnig platta með vangamynd af Jóni Sigurðssyni.
Steindir gluggar: Fjórir af steindum gluggum Bessastaðakirkju eru eftir Guðmund, Maríugluggi inni í Hallgrímskirkju og allir gluggar Akureyrarkirkju að slepptum þeim ensku.
Bækur. Auk þess að skrifa og skreyta eigin bækur hannaði Guðmundur bókband og skreytti fáeinar bækur með silfri og íslenskum steinum, m.a. ættartölu sína.
Smíðajárnsverk: Í samvinnu við Jón Gunnar Árnason listamann bjó Guðmundur til smíðajárnsverk, svo sem hliðgrindur í Sjómannagarði Ólafsvíkur og grindur við grátur Bessastaðakirkju.
Skartgripir og önnur málmsmíði. Guðmundir hannaði allmarga skartgripi með íslenskum steinum, auk annarra gripa svo sem silfurslegið koparskrín. Leifur Kaldal gullsmiður sá alla jafna um silfur- og koparsmíðina fyrir Guðmund.
Skipulagsmál. Guðmundi var annt um borgarskipulag og tók þátt í samkeppni um Skólavörðuholt og umhverfi Háskóla Íslands. Þar átti hann m.a. áhugaverða vinningstillögu um landskipulag framan við nýbyggingu Guðjóns Samúelssonar. Hún var aldrei raungerð nema að litlum hluta. Ker við tröppur Skeifunnar eru eftir Guðmund.
Steining húsa. Áhugi Guðmundar á íslenskum jarðefnum leiddi hann til samstarfs við Guðjón Samúelsson um aðferð við útveggjahúðun með muldum íslenskum steintegundum (kalsít/silfurberg, hraftinna og kvars). Hún kallast steining og eru um 3.000 hús um allt land með þessari áferð sem hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga.
The multi-talented Guðmundur Einarsson worked within more than dozen fields of art and design. He designed a number of pieces of furniture and his own summer residence as well as a mountain hut. The ceilings in the National Theatre (with basalt pillar) and the main building of the University of Iceland (with Iceland spar) relate to him. Stained glass windows (including four of eight in the church at Bessastaðir - the residence of the President of Iceland) and in the Akureyri Church are made by him. He made altar paintings and other religious objects and some of the commemorative objects intended for the 1,000-year celebration of the founding of Alþingi (the parliament). Besides illustrating three of his books, he designed silver ornaments for special books, like a large-format handwritten overview of his own family tree. Guðmundur designed silver jewelry and copper objects with Icelandic gemstones and worked with the architect Guðjón Samúlesson on projects, such as large reliefs on public buildings like the National Hospital and above Café Paris, and developing outside wall coating of buildings, using grounded rocks and minerals, set in thin a thin concrete blend (termed rough-cast).
Comments